Gott og gagnlegt 1

Aðferð: 1. Skolið salatblöðin í köldu vatni og hristið af þeim vatnið. Raðið þeim á tvo kökudiska. 2. Skolið peruna, skerið bletti af, en hafið hýðið á nema það sé mjög gróft. 3. Skerið peruna í fallega báta og raðið þeim á salatblöðin. 4. Hreinsið og skerið aðra ávexti og ber og raðið þeim í kring, eins og ykkur finnst fara best. 5. Þegar salatið er borið fram er 1 msk af jógúrt sett ofan á salatið og afgangurinn borinn með í skál. Efni : 4 – 6 salatblöð, til dæmis lollo rosso – eða lambhagasalat 1 þroskuð pera. Úrval af þeim berjum sem til eru hverju sinni (bláber, vínber, rifsber eða jarðarber) nokkrir bitar af melónu og ferskju einnig er hægt að nota fleiri ávexti svo sem banana og epli 1 / 2 dós jógúrt með ávöxtum Perusalat fyrir tvo 14 – Heimilisfræði 5. bekkur Aðferð: 1. Myljið tvíbökurnar og setjið þær í botninn á djúpu móti. 2. Mælið og setjið ávaxtasafann yfir muldu tvíbökurnar. 3. Afhýðið epli, mandarínu og banana og skerið í litla bita ásamt vínberjunum. Athugið að steinar og hýði eiga ekki að vera á borði eða bretti þegar byrjað er að skera niður. 4. Setjið ávextina í skál. 5. Skerið þurrkuðu ávextina og súkkulaðið niður í bita og blandið saman við fersku ávextina í skálinni, einnig kókosmjöli og hnetum ef það er notað. 6. Setjið ávaxtablönduna ofan á muldu tvíbökurnar og skreytið að vild. 7. Lokið mótinu vel og setjið í frysti. Takið kökuna úr frysti um einni klukkustund áður en á að bera hana fram. Kakan er góð með ís eða þeyttum rjóma. Efni : 2 stk tvíbökur eða bruður 2 msk appelsínusafi 1 lítið epli 1 / 2 banani 8 – 10 vínber 2 þurrkaðar ferskjur eða 4 þurrkaðar apríkósur 1 mandarína 4 bitar suðusúkkulaði 1 – 2 tsk kókosmjöl (má sleppa) 1 – 2 tsk muldar hnetur (má sleppa) Skraut: Hnetur, kókosmjöl, vínber, mandarínubátar. Frosin freisting

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=