Gott og gagnlegt 1
Bláber vaxa á Íslandi og eru fullþroskuð á haustin. Íslensku berin eru frekar smá miðað við bláberin sem koma frá Norður-Ameríku sem fást allt árið. Bláber eru góð út á skyr, ís, í súpu, sultu, bakstur, saft og grauta. Bláber eru C-vítamínauðug. Ef farið er í berjamó á haustin er bæði hægt að sulta og frysta berin. Vínber hafa verið ræktuð í að minnsta kosti 5000 ár og vaxa í klösum á vafningsjurt. Íslenska heitið er þrúga. Vínber eru til í mörgum til- brigðum, bæði stór og smá, blásvört, purpura- rauð og græn. Þau geta verið ýmist súr eða sæt, steinlaus eða með steinum. Auk þess að borða vínberin fersk, er hægt að þurrka þau og búa þannig til rúsínur, eða pressa og búa til vín. Þroskuð vínber geymast í nokkra daga í kæli. Þegar vínber eru keypt er gott að aðgæta að þau séu stinn og laus við bletti og myglu. Einnig er gott að hrista klasann aðeins, þannig að ofþroskuð og skemmd ber falli af. Heimilisfræði 5. bekkur – 13 Eplakaka með ís Aðferð: 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200 °C. 2. Smyrjið eldfast mót. 3. Skolið eplin og vínberin. Kjarnhreinsið og afhýðið eplin. 4. Skerið eplin í litla bita og vínberin í fernt, setjið í smurt mótið ásamt rúsínunum og stráið kanelsykrinum yfir. 5. Mælið hveiti, haframjöl og sykur í skál og myljið kalt smjörið saman við. 6. Sáldrið deiginu úr skálinni yfir eplin í mótinu. 7. Bakið kökuna í miðjum ofni í 20–30 mínútur. 8. Berið kökuna fram volga með ís. Efni: 1 1 / 2 meðalstórt epli 4–6 vínber 1 / 2 dl rúsínur 1 / 2 msk kanelsykur 1 / 2 dl hveiti 1 / 2 dl haframjöl 1 msk sykur 15 g smjör
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=