Gott og gagnlegt 1

Geymsla Þegar við skerum epli eða banana í tvennt og súrefni kemst að sárinu dökknar það fljótt og verður ólystugt. Með því að nudda sítrónusafa á skurðinn er hægt að koma í veg fyrir að sárið dökkni. 12 – Heimilisfræði 5. bekkur Ávextir Geymsla Epli, ber og fleiri ávexti er best að geyma í kæli nema banana sem best er að geyma við stofuhita því hýðið verður svart ef þeir eru geymdir í kulda. Epli gefa frá sér efni sem flýtir fyrir þroska annarra ávaxta. Ávextir og grænmeti er flutt hingað til lands frá flestum heimshornum. Áður fyrr fengust sumar tegundir af ávöxtum og grænmeti ekki nema á ákveðnum árstíma en nú hefur það breyst og við getum keypt og borðað allflestar tegundir þegar okkur langar til. Sá munur er á grænmeti og ávöxtum að grænmet­ ið er betra eftir því sem það er yngra en ávexti borðum við þegar þeir eru orðnir vel þroskaðir og sætir. Epli eru upprunnin í Litlu-Asíu og eru sennilega fyrsti ávöxturinn sem var ræktaður. Í hýði eplisins er mest af C-vítamíni, þess vegna borðum við hýðið af eplunum. Þegar við veljum epli í verslun þá höfum við þau stinn, glansandi og blettalaus. Perur eru ræktaðar um allan heim í dag en eiga uppruna sinn í aldingörðum Súmera. Peru­ tegundir eru ótal margar. Perur eru harðar þar til þær eru fullþroskaðar og best að láta þær þroskast í stofuhita en geyma í kæli þegar þær eru orðnar þroskaðar. Perur eiga að vera stinnar og blettalausar en mega gefa aðeins eftir. Appelsína er upprunnin á Indlandi. Appelsínur eru góður C-vítamíngjafi og mjög trefjaríkar. Það er auðvelt að pressa safann úr þeim og búa þannig til sinn eigin appelsínusafa án allra aukaefna. Banani vex af plöntu sem lengi hefur verið ræktuð á Indlandi. Upphaflega kölluðu Evrópu- búar banana „indverskar fíkjur” samkvæmt gamalli indverskri þjóðtrú. Bananar þykja bestir þegar örlitlir brúnir blettir sjást á hýðinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=