Gott og gagnlegt 1

Heimilisfræði 5. bekkur – 11 Hreinsun á ávöxtum Á Íslandi eru nánast allir ávextir innfluttir þar sem lítið er ræktað hér á landi. Ávextirnir hafa farið um langan veg áður en þeir komast í okkar hendur. Mikilvægt er að þvo alla ávexti úr köldu, rennandi vatni og jafnvel bursta þá með mjúkum bursta. Á ávöxtum er ryk og fleira. Einnig hafa margir handfjatlað þá. Í ávaxtaborðum verslana getur fólk handleikið ávextina að vild áður en það velur sér í poka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=