Gott og gagnlegt 1

10 – Heimilisfræði 5. bekkur Það er auðvelt að borða nóg af ávöxtum og grænmeti á hverjum degi! Fimm á dag Manneldisráð mælir með því að allir borði samtals fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. Við byrjum á að skoða ­ morgunverðinn: 1 epli glas af hreinum ávaxtasafa banani (til dæmis sneiddur út á morgunkorn) Svo er það nestið: gulrót 1 epli eða appelsína lítil ferna með hreinum ávaxtasafa Ef boðið er upp á heitan mat ­ í hádeginu, fisk eða kjöt getur ­ verið með því: 1–2 kartöflur 1 dl af soðnu grænmeti Í hádegisnestið má setja samloku, ­ skyr og með því: plómu og tómat Eftirmiðdagshressingin ­ getur innihaldið: glas af hreinum ávaxtasafa banana handfylli af rúsínum 5 sveskjur Með kvöldverðinum gæti verið: 2 dl salat grænmetissúpa Hollt kvöldsnarl mætti vera: nokkur vínber 2 kíví pera gulrót Hugið að grænmetis- og ávaxtaneyslu gærdagsins og teljið skammtana sem þið fenguð. Voru þeir örugglega fimm?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=