Gott og gagnlegt 1
Heimilisfræði 5. bekkur – 9 D-vítamín er í fáum fæðutegundum en við fáum það úr feitum fiski, lifur, eggjarauðum og lýsi. D-vítamín er fituleysanlegt vítamín og er mik ilvægt til að vinna kalk úr fæðunni. D-vítamín myndast líka í húðinni þegar sólin skín á hana. A-vítamín er hægt að fá úr feitum fiski, lifur, lýsi og smjöri. A-vítamín er fituleysanlegt vítamín sem er mikilvægt fyrir sjónina og styrkir mótstöðu gegn sjúkdómum. B-vítamín er í mörgum fæðutegund- um, svo sem brauði, kjöti, fiski, innmat, mjólkurvörum, grænmeti og ávöxtum. B-vítamínið er vatnsleysanlegt vítamín sem er nauðsynlegt fyrir taugakerfið og efnaskiptin. C-vítamín fáum við úr grænmeti, ávöxtum og berjum. C-vítamín er vatnsleysanlegt og er nauðsynlegt til að nýta járn og mynda bandvef, beinvef og tannvef í líkamanum. Það er mikilvægt til þess að sár grói og styrkir mótstöðu gegn sjúkdómum. Vítamín eru lífræn efni sem skiptast í vatnsleysanleg og fituleysanleg vítamín. Vatnsleysanleg vítamín leysast upp í vatni og safnast ekki fyrir í líkamanum. Fituleysanleg vítamín leysast aðeins upp í fitu og safnast fyrir í líkamanum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=