Gott og gagnlegt 1

8 – Heimilisfræði 5. bekkur Kolvetni er að finna í ávöxt­ um, berjum, grænmeti og korni. Kolvetnarík fæða er nauðsynleg fyrir vefi líkamans og heilann, auk þess fylgja kolvetnaríkri fæðu trefjar sem eru nauðsyn- legar fyrir meltinguna. Kolvetni gefa orku. Járn er að finna í korni, dökku kjöti, innmat, ávöxtum, græn­ meti og eggjarauðum. Járn er nauðsynlegt fyrir rauðu blóð­ kornin svo þau geti bundið súrefni sem þau flytja til vefja líkamans. Kalk fáum við úr mjólkurvörum, grænmeti, ávöxtum, möndlum og sesamfræjum. Kalk er bygg­ ingarefni fyrir beinin og tenn­ urnar. Það er líka nauðsynlegt fyrir blóðið, vöðvana og tauga­ kerfið. Prótein er hægt að fá úr mjólk, kjöti, fiski, eggjum, korni og baunum. Prótein er byggingarefni fyrir frumur líkamans. Prótein gefur orku. Fitu fáum við úr fiski, kjöti, olíu, smjöri, smjörlíki og mjólkurvörum. Fitan er mikilvæg því að í henni eru lífsnauðsynlegar fitusýrur og vítamín og hún gefur okkur orku. Matur inniheldur næringarefni sem eru líkamanum nauðsynleg. Það er hægt að skipta næringarefnunum niður í tvo flokka: • Orkuefni, sem eru prótein, kolvetni og fita. • Vítamín og steinefni. Hvers vegna eru næringarefnin svona mikilvæg? Hlutverk næringarefna Best er að neyta sem fjölbreyttastrar fæðu, þannig að líkaminn fái öll þau næringarefni sem hann þarfnast. Notaðu fæðuhringinn þér til hjálpar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=