Heimur í hendi - Geimurinn

Forn-Egyptar notfærðu sér fastastjörnuna Síríus fyrir meira en 5000 árum til að átta sig á því hvenær best væri að sá korni. Því þegar flóð komu í ána Níl var Síríus að rísa á himinn, síðust stjarna á undan sólarupprás. Flóðin bundu enda á þurrkatíma, vökvaði jarðveginn og jók frjósemi hans. Síríus var einnig nefnd Nílarstjarnan. Möndulhalli jarðar veldur árstíðabreytingum á sporbrautargöngunni um sól. Þegar norðurskaut stefnir til sólar verða sólstöður að sumri á norðurhveli jarðar (sól hæst á lofti) en á suðurhveli þegar suðurskaut stefnir að henni. Jafndægur og sólstöðudagar voru mikilvæg dægur ársins og tengdu árstíðirnar, vor, sumar, haust og vetur. Það er ekki tilviljun að hátíðir sem jól og páskar bera nærri slíkum dögum og þær hefðir mörg þúsund ára gamlar. Sólúr Þeir voru einnig meðal fyrstu þjóða að skipta dögunum í nokkra jafna hluta eða stundir og voru farnir að nota sólúr til þess fyrir meira en 3500 árum. Það er ekki fyrr en á miðöldum að tækniþekkingin varð það mikil að hægt var að smíða nákvæmar klukkur með tímaskiptingu í mínútur og sekúndur. 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=