Heimur í hendi - Geimurinn

4 Stjörnur og tungl sem tímatal Enginn veit hvenær mennirnir lærðu að notfæra sér stjörn- urnar. Það var líklega fyrir hina skráðu sögu, meðan mann- fólk flakkaði um í hópum eða um það leyti sem samfélög tóku að myndast. Einhver sá samhengi atburða, til dæmis þegar jurtir tóku að vaxa með hækkandi sól að vori. Hægt var að tengja ákveðnar stjörnur við slíka atburðarás. Fornleifafræðingar telja 10 þúsund ára gamalt tungltíma- tal hafa varðveist á Skotlandi. Ef það er rétt mun það vera elsta vitneskja um notkun tímatals. Vitað er að ólík menn- ingarsamfélög reiddu sig á stjörnur, tungl eða sólina til að ákvarða tímasetningar í landbúnaði eða trúarháttum. Hopi-frumbyggjar í Ameríku notfærðu sér þá vitneskju þegar sólin reis að vori við ákveðin kennileiti á sjóndeildarhring skyldi sá fræjum í jarðveg. Mánuðum seinna nam sólin við annað kennileiti t.d. ákveðið fjall og þá vissi fólkið á því svæði að uppskera væri í vændum. Svona notuðu Hopi-frumbyggjar sólarupprás sem tímatal. Þegar horft er á sólarupprás frá sama sjónarhorninu, sést að sólin rís aldrei á sama stað við sjóndeildarhring heldur hliðrast fram og tilbaka yfir árið. Jarðyrkja hófst þegar sólin reis við ákveðið kennileiti. Tími sáningar að vori var á milli sólstöðudaga (atburðarás frá hægri til vinstri, ofan sjóndeildarhrings) og uppskeran eftir sumarrigningar (lesið frá v. til h., undir sjóndeildarhring). Á myndinni er sólin að rísa þar sem fyrsta sáning er að hefjast. Skýringarteikningin er byggð á túlkun stjörnufræðingsins M. Zeilik.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=