Heimur í hendi - Geimurinn

3 Undir stjörnuhimni Hefur þú farið út í myrkrið til þess að horfa á stjörnurnar? Eða velt fyrir þér hvað þær eru og hvort hægt sé að heimsækja þær? Ef svo er skaltu vita að þú ert ekki eina manneskjan sem hefur gert það. Stjörnurnar hafa heillað mannfólkið í árþúsundir. Meira að segja svo lengi að heilabrot um stjörnur voru meitlaðar á leirskífur snemma í sögu mannkyns. Margir upplifa friðsæld við að skoða stjörnum prýddan himin. Stjörnurnar eru misbjartar og dreifast óreglulega yfir hvelfinguna. Þegar horft er um stund áttar maður sig á að þær eru ekki kyrrar heldur færast frá austri til vesturs í bogadreginni göngu. Það er í sömu stefnu og sólin ferðast, ekki satt? Með sjónauka verða tunglið og reikistjörn- urnar miklu skýrari, sömuleiðis sjást marg- falt fleiri stjörnur og ýmis fyrirbæri. Hvað eru þær eiginlega margar? Hve langt eru þær í burtu? Stjörnurnar vekja einnig upp áleitnar spurningar um lífið og tilveruna. Er mögulegt að lífverur byggi fjarlæga heima? Getum við einhvern tíma kynnst þeim? Fólk hefur alla tíð verið forvitið um heiminn. Það hefur spurt þessara spurninga um veröld- ina í þúsundir ára. Við njótum þeirra forrétt- inda að svör hafa fengist við ýmsum gátum sem voru líka hugleikin forfeðrum okkar fyrir löngu síðan en þeim lánaðist ekki að leysa. Við ætlum í stutt ferðalag um himingeiminn og sjá hvort við finnum svör við einhverjum vangaveltum okkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=