Heimur í hendi - Geimurinn

Geimurinn er í flokki lestrarhefta sem taka mið af áhugamálum nemenda á mið- og unglingastigi. Þú fræðist um það hvernig mennirnir hafa nýtt sér stjörnur til að búa til tímatal og hvernig stjörnur og sólin gátu leiðbeint þeim sem sigldu yfir úthöfin. Skoðað er hvernig nýjasta tækni gerir fólki kleift að vinna spennandi störf uppi í himinhvolfinu og svo er það stóra spurningin hvort líf sé á öðrum hnöttum? Höfundur bókarinnar er Snævarr Guðmundsson náttúrufræðingur og einlægur stjörnuáhugamaður, með langa reynslu af ýmis konar stjörnuathugunum. Hann hefur kynnt stjörnuhiminninn fyrir fólki á öllum aldri í Stjörnuverinu, sem er uppblásið hvolftjald. Snævarr er höfundur bókarinnar Íslenskur stjörnu- atlas sem kom út árið 2004. R DI HEIMUR Í HENDI 40191 Geimurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=