Heimur í hendi - Geimurinn

31 14. Segjum sem svo að þig langi að verða geimfari. Skrifaðu stutta um- sókn sem þú gætir sent þangað sem hægt er að læra að verða geimfari. Láttu koma fram af hverju þig langi til að verða geimfari, hvaða kosti þú hefur sem þú telur að séu góðir, hvort að það sé eitthvað sem þú hræðist í geimnum og annað sem þér finnst skipta máli að komi fram. 15. Skrifaðu niður fimm spurningar tengdar geimnum sem þig langar að fá svör við. 16. Finndu fimm lykilorð á bls. 18 og skrifaðu eina setningu með hverju lykilorði með þínum eigin orðum. 17. Búðu til krossglímu úr orðinu geimstöð. 18. Hve mörg orð getur þú búið til úr orðinu vetrarbrautarslæða? 19. Hvað haldið þið að geimurinn sé stór? Er hann endalaus eða hvað? 20. Segjum að ykkur væri boðið að taka þátt í verkefni í geimnum sem fælist í því að þið færuð á aðra reikistjörnu og kæmuð aldrei aftur til Jarðarinnar. Hefðuð þið áhuga? Af hverju? Af hverju ekki? Ræðið kosti og galla. Hvað þyrftuð þið að gera áður ef þið færuð í slíkan leiðangur? 21. Eru geimverur til? Er líf á öðrum hnöttum? Ef þið teljið svo vera, hvers konar líf?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=