Heimur í hendi - Geimurinn

30 Spurningar og verkefni 1. Í hvaða átt virðast stjörnurnar rísa á himinninn? Í hvaða átt virðast þær setjast? 2. Hvort endast lengur stór og skær stjarna eða lítil og dauf stjarna? 3. Stjarnan Síríus gekk undir öðru heiti hjá Egyptum. Hvaða heiti var það? 4. Sólsteinn var kristall sem hjálpaði víkingum í siglingum. Hvers konar kristall var þetta? Kannaðu hvort þú finnir upplýsingar um hann á netinu. 5. Er sólstjarna og fastastjarna sama fyrirbærið? 6. Hvers vegna sjást reikistjörnurnar? 7. Hvaða stjörnumynstur (merki) auðveldar manni að finna Pólstjörnuna? 8. Hvað er stjörnuþokan nefnd sem sólkerfið okkar tilheyrir? 9. Hvað fer alþjóðlega geimstöðin marga hringi umhverfis jörðina á hverjum sólahring? 10. Hvað finnst þér hafa breyst í þekkingu manna um stjörnunar og geiminn? Skrifaðu nokkrar línur sem lýsa þessu í stuttu máli. 11. Skrifaðu stutta frásögn eða frétt þar sem geimverur koma við sögu. 12. Gerðu hugtakakort um geiminn þar sem fram kemur það sem þú veist nú þegar. 13. Skrifaðu stutt samtal eða stuttan leikþátt þar sem þú útskýrir fyrir geimveru hver þú ert og hvar hún sé lent. Geimveran virðist vera vingjarnleg en er ringluð og áttar sig ekki alveg á því hvað hefur komið fyrir hana. Ræðið saman í 2-6 manna hópum. Búú

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=