Heimur í hendi - Geimurinn

28 8 Kristalshvel : Kúla úr kristal utan um Jörðina. 9 Skammlífur : Lifir stutt, endist stutt. 11 Útstirni : Smáhnettir í mikilli fjarlægð frá sólu. Þeir eru í sólkerfinu en svo langt í burtu að erfitt er að afla upplýsinga um þá. 14 Stjörnukort : Kort sem sýnir afstöðu stjarna á himninum. Á þeim er birtustyrkur þeirra oft túlkaður sem misstórir hringir. Stjörnukort er nauðsynlegt til þess að rata um stjörnuhiminninn í leit að áhugaverðum fyrirbærum og líka reikistjörnunum. Það er hægt að sækja ókeypis stjörnuforrit á netinu. Miðfjöll : Eru í miðju margra af stærri gígum tunglsins. Þau eru ein afleiðing af árekstri loftsteina, ásamt sjálfum gígunum. 15 Þéttbýli : Þorp, bær eða borg, þar sem margir búa á sama svæði. 18 Áttundi áratugur 20. aldar : 1971-1980. 19 Þyngdarleysi : Í geimnum eru áhrif þyngdarkrafts Jarðar veik og fólk og hlutir svífa um t.d. inni í geimfari sem ekki er bundið niður. Himinhvelfing : Himinninn myndar eins konar hvolf ofan við sjón- deildarhring.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=