Heimur í hendi - Geimurinn

27 6 Jakobsstafur : Áhald sem sjófarendur notuðu til að finna sólarhæð. Forveri sextantsins. Einnig kallaður krossstafur. Hádegisstaður : Sá tími dags sem sólin er hæst á lofti hverju sinni. Hnitakerfi : Kerfi lóðréttra og láréttra ása sem mynda rúðunet og notað er til að staðsetja ákveðna punkta. Í hnitakerfi fellt á kúlulaga jörðina heita langásarnir breiddarbaugar en lóðásarnir lengdarbaugar. Lengdarbaugarnir mætast allir á skautunum (pólunum). Berast af leið : fara af réttri leið, villast. Úthafssiglingar : Siglingar á höfum á milli landa, t.d. á Atlantshafi. Miðjarðarhaf telst t.d. ekki úthaf. Sólsteinn : Steinar úr bergi eins og silfurbergi sem hægt var að nota til að halda stefnu í rétta átt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=