Heimur í hendi - Geimurinn

26 3 Meitlaðar : mótaðar, hér er verið að meina skrifaðar. Leirskífur : plötur úr leir sem notaðar voru til að skrifa á, skilaboð, bréf ofl. 4 Vitneskja : Þekking. Tímatal : Kerfi sem ákvarðar tímann og skiptir árinu, vikunni eða deginum í hluta. Að reiða sig á : Að treysta á eitthvað. Kennileiti : Hæð, hóll, fjall eða annað í landslagi eða umhverfi sem hægt er að taka mið af til að rata. Sjóndeildarhringur : Hin lárétta sjónarrönd, þar sem t.d. hafflöturinn mætir himninum. Liggur umhverfis athuganda. Því má segja að hæðir og fjöll standi upp fyrir sjóndeildahringinn. Sjóndeildarhringur 5 Möndulhalli : Jörðin hallar 23,4 gráður miðað við sólina. Þessi möndulhalli veldur því að árstíðir breytast reglulega á jörðinni. Möndull – snúningsás. Jafndægur : Þá eru dagur og nótt jafnlöng. Jafndægur verða tvisvar á ári, 19—21. mars að vori og 21.—24. september á hausti. Dægur – dagur. Orðskýringar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=