Heimur í hendi - Geimurinn
Mögulega verður búið að finna líf á einhverri reikistjörnu eða tunglum þeirra? Kannski með vitsmunalífi eins og er hér á jörðinni. Ein mikilvægasta staðreyndin sem lærist af geimferðum og heim- sóknum til annarra reikistjarna er að enginn staður líkist jörðinni okkar. Þeirri vitneskju fylgir ákveðinn boðskapur: það má ekki gleyma að við eigum aðeins eitt heimili saman, eina jörð. Við viljum alltaf koma aftur heim vegna þess að þar líður okkur best, ekki satt? Þess vegna þurfum við að gæta hennar og ganga vel um, sama hversu langt við viljum ferðast. 25
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=