Heimur í hendi - Geimurinn

Ferðin mikla Árið 1977 var tveim geimkönnum skotið frá jörðu og stefnt í ferðalag sem var engu öðru líkt. Geimkönnuðunum Ferða- langi 1. og Ferðalangi 2. (enska: Voyager 1. og 2.) var ætlað stórmerkilegt verkefni, heimsækja ytri reikistjörnurnar í sól- kerfinu okkar. Förin var vandlega undirbúin og brottfarar- tími engin tilviljun. Vísindamenn vissu af ákveðnum tímaramma þar sem afstaða reikistjarnanna var þannig að hægt var að senda geimkanna til að rannsaka reikistjörnurnar, hverja á eftir annarri. Ef ferðin hefði ekki verið farin á þessum tímapunkti hefði þurft að bíða önnur 175 ár eftir öðru eins tækifæri. Ferðalangur 1 komst til Júpíters árið 1979 og heimsótti síðan Satúrnus árið 1980. Ferðalangur 2 kom að Júpíter í septem- ber 1979 og Satúrnusi tveim árum síðar. Geimkannanum var síðan stefnt til Úranusar og komst hann þangað 1986 og að lokum Neptúnusar árið 1989. Að loknum heimsóknum til ytri reikistjarnanna hófu kannarnir ferð sína til eilífðar, út úr sólkerfinu og munu aldrei snúa aftur. Geimkannarnir bera gullplötu sem á voru greyptar upplýsingar um mann- kynið og hvar jörðin er í vetrar- brautinni. Kannski finna einhverjar vitsmunaverur þessa minnisvarða um lífveru sem öðlaðist hyggjuvit til að smíða tæki til ferðalaga í geimnum. 23

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=