Heimur í hendi - Geimurinn
21 Sahara-eyðimörkin séð út um útsýnisglugga alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Hve lengi myndum við lifa óvarin utan geimfars? Hefur þú horft á vatn sjóða? Við suðu gufar vökvinn ört upp og umbreytist í gas (vatnsgufu). Suðumark er mörkin þegar vökvi breytist í gufu. Við sjávarmál er suðumark vatns 100 °C. Loftþrýstingur skiptir einnig máli, ekki bara hitunin. Loftþrýstingur lýsir hve mikið loft (gas) liggur ofan á t.d. vatnsyfirborðinu sem verið er að sjóða. Það má hugsa sem loftsúlu sem hvílir ofan á því og teygir sig meira en 10 km upp í loftið. Á hæsta fjallstindi heims, í 8800 m hæð yfir sjó, er meiri hluti andrúms- loftsins fyrir neðan okkur, og þar af leiðandi hvílir minna loft ofan á, loftþrýstingur er lægri. Fyrir vikið lækkar suðumarkið. Á Everest fjalli myndi vatnið sjóða við 68 °C. Eftir því sem farið er ofar minnkar loft- þrýstingur og suðumarkið lækkar enn frekar. Í 16 km hæð er suðumarkið komið í 37 °C hita. Hvað kemur þetta geimnum við? Jú, þetta er líkamshiti okkar. Ef við værum óvarin í þeirri hæð eða ofar fer vatnið í húðinni að sjóða. Við værum ekki langlíf berskjölduð úti í geimnum. Þar er ekkert súrefni og óvarin myndum við missa meðvitund eftir kannski 15 sekúndur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=