Heimur í hendi - Geimurinn

20 ExoMars-leiðangur evrópsku og rússnesku geimstofnananna hófst í morgun þegar fyrsta könnunarfari hans var skotið á loft frá Kasakstan. Geimskotið virðist hafa gengið að óskum. Það tekur hins vegar um tíu klukkustundir að að koma geimfarinu á rétta braut til nágrannareiki- stjörnunnar. Rússneska Proton-eldflaugin hóf sig á loft kl. 9:31 að íslenskum tíma í morgun með könnunarfarið á trjónunni. Það er í raun tvö geimför, annað þeirra brautarfar sem mun meðal annars leita að metani í loft- hjúpi Mars en hitt er lendingarfar sem undirbýr jarðveginn fyrir síðari áfanga ExoMars-leiðangursins. Það er könnunarjeppi sem verður skotið á loft árið 2018 þó mögulegt sé að það dragist til 2020. Þó að geimskotið hafi gengið að óskum þá verður ekki ljóst fyrr en um kl. 21:30 í kvöld hvort að eldflaugin hafi komið geimfarinu á rétta braut til Mars. Þá mun það hafa náð 33.000 km/​klst hraða. Biðin verður ef- laust óbærileg fyrir marga starfsmenn rússnesku geimferðastofnunar- innar ROSCOSMOS enda hafa leiðangrar hennar til Mars gengið vægast sagt brösulega í gegnum tíðina. Fram að þessu hafa Rússar skotið 19 leiðöngrum á loft til Mars en flestir þeirra hafa misheppnast algerlega. Sumir komust ekki af skotpallinum, aðrir komust ekki lengra en á braut um jörðu og enn aðrir brotlentu annað hvort á Mars eða sigldu beinustu leið fram hjá áfangastað sínum. Ferðalagið til Mars tekur um sjö mánuði en Schiaparelli-lendingarfarið á að lenda á yfirborði reikistjörnunnar 19. október. Brautarfarið TGO verður á braut um Mars við rannsóknir á lofthjúpnum en það mun einnig styðja síðari áfanga ExoMars þegar könnunarjeppa verður lent á plánetunni. TÆKNI & VÍSINDI | MBL | 14.3.2016 | 10:09 Proton-M-eldflaugin hefur sig á loft með fyrsta áfanga ExoMars-leiðangursins frá Baikonur í Kasakstan í morgun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=