Heimur í hendi - Geimurinn

19 Dvölin í geimnum Er lífið úti í geimnum jafn auðvelt og heima á jörðinni? Þó að geimdvöl- in sjálf þyki ævintýri líkast er ýmislegt sem getur haft áhrif á geimfara. Þeir fljóta um geimfarið í þyngdarleysi en ganga ekki. Álag á beinin er lítið og afleiðingin sú að þau tapa styrk sínum, rýrna og verða brothætt. Líkaminn dregur kalsíum úr beinunum til sín og hætta á nýrnasteinum eykst. Þyngdarleysið hefur líka áhrif á vöðvana og við lengri dvöl visna þeir ef ekkert er að gert. Til að fyrirbyggja þetta stunda geimfarar mikla líkamsþjálfun um borð og neyta næringarefna sem styrkja vöðvana. Líkaminn er að mestu vatn og þyngdarleysið hefur líka áhrif á það. Flæði vökva um líkamann breytist og afleiðingin er stundum sú að geimfarar sýnast bólgnir. Blóðflæði í hjarta- og æðakerfi er yfirleitt gott en í langri geimferð getur hjartanu hnignað og það minnkað. Þyngdarleysið losar um og minnkar álag á hrygginn og fyrir vikið verða geimfarar stærri en þeir eru á jörðu niðri. Möguleg hliðaráhrif geta þó komið fram í bakverkjum. Í þyngdarleysinu breytist álag á skynfæri eins og jafnvægi og sjón. Í upphafi leiðangra upplifa sumir geimfarar sig áttavillta og fá einskonar sjóveiki af hreyfingu í geimnum. Þyngdarleysið hefur líka þau áhrif að þegar geimfararnir koma aftur til jarðar þurfa þeir að aðlagast aftur þyngdarkraftinum á jörðu niðri og upplifa erfiði við að standa upp, ganga og snúa sér. Samantha Cristoforetti að taka myndir af jörðinni út um útsýnisgluggana sett settir voru á geimstöðina árið 2010.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=