Heimur í hendi - Geimurinn

18 Á braut um jörðu Geimförum er skotið út í geiminn í eldflaugum. Þær eru knúnar sérstökum hreyflum sem þeyta flauginni áfram. Í nokkra áratugi var notuð geimskutla í ferðir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar en hægt var að fljúga henni aftur til jarðar. Geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2012. Undanfarin ár hafa ferðir flestra geimfara verið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem smíðuð var í samvinnu margra þjóða. Nokkrir geimfarar hafa farið til tunglsins. Fyrstu geimstöðv- arnar voru settar á braut um jörðu í byrjun áttunda áratugar 20. aldar. Fólkið sem fer þangað vinnur við ýmsar rann- sóknir, t.d. á áhrifum þyngdarleysis á huga og líkama auk ýmissa líffræðilegra tilrauna. Gerðar eru tilraunir á tækni sem mun nýtast í langferðum í geimnum eins og að fara til Mars. Alþjóðlega geimstöðin er stærsta geimstöðin sem er á braut. Hún svífur í 330—400 km hæð yfir jörðu og fer um 15,5 hringi í kringum jörðina á hverjum sólarhring. Vegna hraðans upplifa geimfarar ekki dag og nótt eins og á jörðu niðri heldur dagsbirtu og myrkur til skiptis í 46 mínútur í senn. Þrátt fyrir það halda geimfararnir sömu svefnreglum og á jörðu niðri. Þó er vitað að þetta hefur áhrif á verkhæfni og viðbragðsflýti geimfaranna. Alþjóðlega geimstöðin, séð frá athuganda um borð í Discovery geimskutlunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=