Heimur í hendi - Geimurinn
17 Eins og aldur ævintýrisins bendir til á draumurinn um að fara til tunglsins lengri aðdraganda en saga geimferða. Á 19. öld kom út bókin „Ferðin til tunglsins“ eftir rithöfundinn Jules Verne. Í þeirri sögu er tunglförum skotið í stórri fall- byssukúlu upp til tunglsins og þeir ljúka ferðinni í Kyrrahafi. Fleiri bækur um ótrúlegar tunglferðir komu út á 20. öld. Sögupersónuna Tinna þekkja margir. Eitt af ævintýrum hans, „Í myrkum mánafjöllum“ segir frá ferð myndasögu- hetjunnar og förunauta til tunglsins og aftur heim í öflugri eldflaug. Ýmsar hættur verða í vegi, fáeinar væru raunveru- leg vá í geimferðum, aðrar eru uppspuni höfundar. Kvikmyndaframleiðendur vita að framandi aðstæður grípa athygli og gera þess vegna kvikmyndir sem eiga að gerast úti í geimnum. Á síðustu áratugum má nefna Star Trek, Star Wars, Armageddon, Space Cowboys, Gravity. Getur verið að lýsingar í þessum kvikmyndum séu raunsannar? Engar þeirra fjalla beint um geiminn eða stjörnurnar á annan hátt en að snúast um mannfólkið og viðbrögð þeirra við ýmsum aðstæðum. Það er engu að síður áhugavert að hugsa til margra snjallra hugmynda sem settar eru fram í kvikmyndum og eiga síðan kannski einn góðan veðurdag eftir að verða almenningseign. Sögupersónur úr kvik- myndinni Star Wars. Á árunum 1969 til 1972 lentu bandarískir geimfarar sex sinnum á tunglinu. Þar söfnuðu geimfararnir m. a. tunglgrjóti og komu með til jarðar. Verkefni í raunverulegum geimferðum snúast að afla þekkingar á vísindalegum grunni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=