Heimur í hendi - Geimurinn

16 Ævintýri í geimnum Vangaveltur um það hvernig hægt væri að komast út í geiminn hafa lengi blundað með mannfólki. Í 18. aldar ævintýri Munchausen baróns tókst ekki betur til en svo að silfurskjöldur, sem hann kastaði, sveif til tunglsins. Til að ná honum aftur sáði hann tyrkjabaunum sem vaxa ofurhratt í hávaxið baunagras. Ein baunin óx svo hátt að plantan vafð- ist um annað horn tunglsins. Þar klifraði Munchausen upp. Hann fann skjöldinn eftir nokkra leit, auk hrúgu af hismi og stráum. Þegar snúa átti til jarðar hafði sólin þurrkað upp baunagrasið og ekki hægt að nota það til að komast aftur niður. Munchausen vafði því reipi úr hisminu, batt á tungl- hornið og seig á því til jarðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=