Heimur í hendi - Geimurinn

15 Raflýsing dregur mikið úr gæðum stjörnuhiminsins og kemur í veg fyrir að daufustu stjörnurnar sjáist. Ef myrkrið er gott, eins og gerist fjarri þéttbýli, sjást margfalt fleiri stjörnur. Þá sést gjarnan vetrarbrautarslæðan, ein fegursta sýn næturhiminsins. Hún er ljósbelti myndað af óteljandi stjörnum, svo fjarlægum að þær greinast ekki berum augum. Þegar þú sérð hana skaltu leyfa augum að aðlagast myrkrinu um stund og forðast að horfa í ljós á meðan. Aðlögunin er lykilatriði til þess að sjá dauf fyrirbæri á næturhimni. Smátt og smátt verður vetrarbrautin greinilegri. Hún líkist mjólkurhvítri breiðrönd og af þeirri ástæðu kallast hún „Milky way“ á ensku eða Mjólkurslæðan. Dimma flekki ber fyrir slæðuna en það eru geimský. Það athyglisverða er að við sjáum samtímis heitustu og köldustu fyrirbæri alheims. Hitinn í kjarna sumra stjarna getur numið hundrað milljón stiga hita en í dimmu geimskýjunum er hitinn rétt fyrir ofan alkul. Alkul er lægsta mögulega hitastig sem hægt er að ná, það er -273 °C. Við alkul eru allar eindir efnis algerlega kyrrar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=