Heimur í hendi - Geimurinn
14 Í stjörnuskoðun Það er komið kvöld, stjörnurnar tindra og nú er kærkomið tækifæri til að fara í stjörnuskoðun. Það er nauðsynlegt að hafa stjörnukort með en það hjálpar að þekkja eitt eða fleiri stjörnumerki. Ef kalt er, þá klæðir maður sig vel og hefur heitan drykk á brúsa. Mörgum er hugleikið að finna stjörnumerki þegar næturhiminninn er skoðaður. Stjörnumerki eru mynstur sem sjá má úr björtustu stjörnum og nýta sem kennileiti til að rata um himinhvelfinguna. Mörg þeirra hafa heiti eftir dýrum eða goðsagna- kenndum verum. Vel má sjá samsvörun með nokkrum þeirra en önnur eru ólík fyrirmyndunum. Þekktasta mynstrið er Karlsvagninn en það er hluti stærra stjörnumerkis sem kallast Stóribjörn. Auðvelt er að finna Pólstjörnuna ef Karlsvagninn er sýnilegur. Sú stjarna er ofan við norðurpól, möndulás jarðar. Þess vegna virðist hún alltaf vera á sama stað en Karlsvagninn ferðast hringinn í kringum hana. Það ferðalag tekur einn sólarhring. Tunglið vekur einnig athygli. Með berum augum sést flekkótt yfirborðið. Fyrir tíma sjónaukans voru dekkri flekkirnir taldir höf en nú er vitað að þetta eru hraun- breiður. Ljósari svæði eru hálendari en þau dökku. Það er gaman að skoða tunglið með sjónauka en þá birtast gígar og fjöll. Best er að skoða gíga sem eru nálægt skugganum en það er misjafnt hve stóran hluta tunglsins hann hylur. Þá sjást gígbrúnir, miðfjöll og ýmislegt annað landslag. Stærstu gígarnir á tunglinu geta verið mjög stórir, sumir nokkur hundruð kílómetrar að þvermáli. Karlsvagninn er auðfundið samstirni á norðurhimni sem hjálpar manni að finna Pólstjörnuna. Margir gígar og fjöll verða sýnileg þegar tunglið er skoðað í sjónauka. Karlsvagninn Pólstjarnan Litlibjörn
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=