Heimur í hendi - Geimurinn
13 Eru geimverur til? Víða um heiminn er fólk sem trúir því að geimverur hafi komið til jarðarinnar og séu séu jafnvel nú að fylgjast með okkur. Bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan sagði að stórfurðulegar fullyrðingar þarfnist óvenjulega sterkra sannanna. Það hefur aldrei tekist að sanna né styðja slíkar fullyrðingar með sannfærandi rökum. En þýðir þetta að líf annars staðar en á Jörðinni sé ekki til? Það er alls ekki verið að halda því fram. Ef stjörnurnar eru eins og sólin er mögulegt að þær eigi sínar reikistjörnur. Á einhverri þeirra gæti þrifist líf, kannski vitsmunalíf eins og á Jörðinni. Geimverur sáust ekki MARGT fólk var samankomið á Snæfellsjökli 4. nóvember sl. en þá var liðið eitt ár frá því að geimverurnar áttu að lenda á jöklinum. Skúli Alexandersson var í forsvari þess fólks sem kom saman á jöklinum á föstudagskvöldið. Var talsverð stemmning og var flugeldum skotið á loft til að beina gestum úr geimnum á réttan lendingarstað. En eins og fyrir ári létu geimverurnar ekki sjá sig en einhverjir gestanna þóttust finna það á sér að geimverurnar væru í nánd þótt þær væru ekki sýnilegan mannlegum verum. Skúli sagði að ætlunin væri að endurtaka þessa uppákomu að ári liðnu og vonandi létu geim- verurnar sjá sig þá. 11. nóvember 1994 | Landsbyggðin |
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=