Heimur í hendi - Geimurinn

12 Hvað er ljósár? Ljósár er sú vegalengd sem ljósið fer á einu ári. Það fer óskaplega hratt, þrjú hundruð þúsund km á sekúndu! Til þess að finna vegalengdina þarf að margfalda allar sekúndur í heilu ári með þeirri tölu. Í einu ári eru 31 557 600 sekúndur svo vegalengdin sem ljósið fer á þeim tíma er næstum því tíu trilljón km! Gangan langa - heilabrot Hvað tæki langan tíma að ganga til tunglsins? Það er svo- lítið misjafnt hvað við göngum hratt en segjum að meðal- hraðinn sé um þrír kílómetrar á klukkustund. Á þeim hraða myndi taka 18,5 daga að ganga hringveginn um Ísland sem er um 1332 km langur ef gengið væri án hvíldar. Ef til stæði að ganga hringinn í kringum jörðina þyrfti 555 daga í þá áskorun! Þar sem við þurfum líka að sofa, borða og hvílast tekur ferðalagið enn lengri tíma. Ef gengið er í átta klukku- stundir á dag, sem er hefðbundinn dagvinnutími, þá tæki ferðin um fjögur og hálft ár. Ef við gætum gengið til tunglsins sem er að meðaltali um 400 000 km frá jörðu, tæki gangan tíu sinnum lengri tíma; 5555 daga eða 15,2 ár. Ef við göngum átta tíma á dag myndi ferðin taka tæp 47 ár. Ljósið ferðast þessa vegalengd á 1,3 sekúndum! Hvað með göngutúr til sólar? Hún er í um 150 milljón km fjarlægð. Ljósið þarf rúmar átta mínútur til að ferðast frá sólinni til jarðar. Með einföldum útreikningi kemur í ljós að 4166 daga tekur að ganga 300 000 km, vegalengd sem ljósið fer á einni sekúndu. 8,3 mínútur eru 498 sekúndur og það margfaldað með dagafjöldanum gerir 2 074 668 daga eða 5680 ár! Með því að ganga 8 klukkustundir á dag komumst við til sólar eftir 17 040 ár! Við verðum líklega orðin svolítið krumpuð þá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=