Heimur í hendi - Geimurinn

11 Hvar eigum við heima? Sólkerfið okkar er myndað af sólinni og öllum þeim fyrirbærum sem hringsnúast um hana. Það eru átta reikistjörnur, tungl þeirra, smástirni, halastjörnur, útstirni og reikisteinar og ryk. Jörðin okkar er þriðja reikistjarnan talið frá sólu. Sólin er meðal hundruð milljarða stjarna sem mynda stjörnuþoku sem við nefnum Vetrarbrautina. Þessi sægur stjarna liggur í disk- laga skífu. Allar ferðast þær kringum miðju skífunnar sem er kjarni stjörnuþokunnar. Í innra sólkerfinu eru sólin og reikistjörnurnar Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars. Í ytra sólkerfinu Júpíter, Satúrnus, Úranus og Nep- túnus. Dvergreikistjarnan Ceres er í smástirnabeltinu, Plútó og Eris eru utar en braut Neptúnusar. Forn-Grikkir nefndu reikistjörnurnar planet eða „flækingana“. Þær eru líka kallaðar plánetur hér á landi en heitið er ekki lýsandi á íslensku. Hér eru reikistjörnurnar sýndar í réttum stærðahlutföllum miðað við sólina en ekki fjarlægð. Í miðju Vetrarbrautarinnar er risavaxið svarthol sem hefur mikil áhrif á stjörnur í grennd þess. Stjörnufræðingar hafa uppgötvað ský úr gasi sem svartholið er að soga til sín. Örlög þess eru ráðin og það mun falla inn í svartholið. Við erum óhult enda svartholið meira en í 26 þúsund ljósára fjarlægð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=