Heimur í hendi - Geimurinn
9 er talið vera um 10 milljarðar ára. Vísindamenn telja hana hafa myndast fyrir tæpum fimm millj- örðum ára og eiga svipaðan tíma eftir áður en æviskeiðinu lýkur. Stjörnurnar dreifast um geiminn og eru órafjarlægðir á milli þeirra. Þess vegna sjást þær sem ljós- punktar á myrkum himni. Jafnvel í stærstu sjónaukum heims sjást þær sem punktar. Stjörnurnar eru það langt í burtu að ekki hefur tekist að greina yfirborð nema örfárra sem eru risavaxnar og nægilega nærri. Stærstu stjörnurnar þurfa gríðar- lega orku til að viðhalda birtunni og brenna út mjög hratt fyrir vikið. Þær eru skammlífar saman- borið við daufari stjörnur sem geta skinið í milljón falt lengri tíma. Það má líta svo á að stjörnurnar eigi sitt æviskeið, með upphafi og endalokum. Æviskeið risastjörnu nær kannski 10 milljón árum en þær daufu skína tugi milljarða ára. Léttustu stjörnur eru nefndar rauðir dvergar. Þær geta haft 1/12 af efnismassa sólar. Þyngstu stjörnur eru nefndar bláhvítir reginrisar og geta verið allt að 150 sinnum efnismeiri en sólin. Sú neðsta á myndinni, margfalt stærri en hinar, er svonefndur rauður risi. Efnismassi hennar getur verið svipaður sólinni eða nokkrum sinnum efnismeiri. Þegar stjörnur með slíkan efnismassa nálgast endalok æviskeiðs síns, þenjast þær út í að verða margfalt stærri en þær voru. Mynd: SG, byggt á NASA, ESA and A. Feild (STScI).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=