Heimur í hendi - Geimurinn
8 Hvað eru stjörnur? Fyrir um 2600 árum voru uppi þær hugmyndir að stjörnurnar væru bálkestir festir á kristalshvel um- hverfis jörðina þar sem sól, tunglið og reikistjörnurnar ferðuðust innan í. Fleiri uppástungur voru lagðar til gegnum tíðina, byggðar á því sem menn vissu á hverjum tíma, og settar fram í góðri trú. Í vestrænum hugmyndum var jörðin til dæmis talin í miðju alheims. Með þeirri þekkingu sem við höfum í dag er hægt að svara þessum spurningum með vísinda- legum rökum og við erum komin langt frá hugmyndum manna um bálkestina. Stjörnurnar eru, eins og sólin, gashnettir sem lýsa af sjálfdáðum. Þær eru hins vegar misjafnar að stærð, hita og birtu. Til þess að öðlast skilning á eiginleikum stjarna er gott að nota sólina til samanburðar. Yfirborð sólar er um 6000 °C heitt. Yfirborðs- hiti minnstu stjarna er talsvert lægri og stafar dauft skin frá þeim. Stórar stjörnur hafa marg- falt heitara og bjartara yfirborð en á sólinni. Sumar stjörnur skína milljónfalt skærar en hún. Sólin er skilgreind sem gul dverg- stjarna. Það hljómar kannski framandi en æviskeið slíkra stjarna
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=