Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

FYLGIRIT 3 Þegar einhver hoppar fjórum sinnum á staðnum, stattu upp og gakktu að dyrunum og lokaðu þeim. Þegar einhver gengur að dyrunum og lokar þeim, segðu: „það er gott að eiga sér draum“. Þegar einhver segir: „það er gott að eiga sér draum“, skrifaðu „góður dagur“ á töfluna. Þegar einhver skrifar „góður dagur“ á töfluna, heilsaðu kennaranum með handabandi. Þegar einhver tekur í hönd kennarans, þurrkaðu orðið „dagur“ af töflunni. Þegar einhver þurrkar orðið „dagur“ af töflunni, skrifaðu orðið „bekkur“ fyrir aftan orðið „góður“ á töflunni. Þegar einhver skrifar orðið „bekkur“ á töfluna, stattu upp fyrir framan hópinn og segðu „góður bekkur“. Byrjaðu síðan að klappa. 98

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=