Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

FYLGIRIT 3 Þegar kennarinn segir „byrja“ stattu þá upp og kallaðu „af stað“! Þegar einhver stendur upp og kallar „af stað“, gakktu að töflunni og skrifaðu „frábær bekkur“ á hana. Þegar einhver skrifar „frábær bekkur“ á töfluna, opnaðu dyrnar. Þegar einhver opnar dyrnar, klappaðu á bakið á bekkjarfélaga þínum. Sestu síðan niður. Þegar einhver klappar á bakið á bekkjarfélaga þínum, taktu bók úr hillunni. Þegar einhver tekur bók úr hillunni, stattu upp og snúðu þér þrisvar sinnum í hring. Sestu síðan niður. Þegar einhver stendur upp og snýr sér þrisvar sinnum í hring, segðu „það er gott að hugsa jákvætt“. Þegar einhver segir „það er gott að hugsa jákvætt“, segðu þá: „það er léttara“. Þegar einhver segir „það er léttara“, stattu upp og andaðu djúpt og teygðu þig. Þegar einhver stendur upp og andar djúpt og teygir sig, segðu „þetta er gott að gera á hverjum degi“. 96 ATHYGLISLEIKUR Fyrirmæli á renningum (ath. að nota skal öll fyrirmælin): Sjá bls. 51

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=