Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

FYLGIRIT 2 95 ÁGÆTU FORELDRAR/ FORRÁÐAMENN Næstu vikurnar vinnur umsjónarkennari að geðræktarverkefni með nem- endum í bekknum, þar sem fjallað er um geðorðin 10 og nemendur útbúa sér sinn eigin geðræktarkassa. Markmiðið með þessari vinnu er m.a. að gera nemendur meðvitaðri um and- lega líðan sína og annarra og hjálpa þeim að tileinka sér leið til að draga úr vanlíðan. Geðorðin 10 eru tíu setningar sem minna á hvað við getum sjálf gert daglega til að efla og bæta geðheilsuna. Geðorðin eru byggð á lýsingu á eiginleikum sem taldir eru einkenna þá sem búa við velgengni í lífinu og þeir sem tileinka sér að lifa í samræmi við boðskap geðorðanna eru líklegri til að búa við hamingju og velferð í sínu lífi. Ef foreldrar vilja kynna sér geðorðin 10 frekar, er bent á heimasíðu Embættis landlæknis , ásamt bókinni Velgengni og vellíðan: Um geðorðin 10 , eftir Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem er að- gengileg á bókasöfnum. Nemendur útbúa sér sinn eigin geðræktarkassa til að setja í hluti sem þeim eru kærir, vekja gleði og góðar minningar þegar þeim líður illa. Í kassann má leita þegar neikvæðar hugsanir skjóta upp kollinum, t.d. eftir erfiðan dag eða þegar þeim leiðist eða finnst þeir vera einmana eða vanta stuðning. Gott væri ef barnið kæmi með kassa í skólann, auk efnis til að skreyta hann, (umbúðapappír, límmiða, glansmyndir, úrklippumyndir). Einnig má koma með tilbúinn kassa. Æskilegt er að allir hafi penna/blýant, litla bók eða bréfsefni í kassanum, sem hægt er að skrifa í um tilfinningar og hugsanir. Því geta börnin komið með það. Barnið setur svo ýmsa hluti í kassann, svo sem myndir af ástvinum, tónlist, ljóð, sögur, bréf/kort, hárlokk eða klút með uppáhaldsilmi. Gert er ráð fyrir að verkefnið fari fram í lífsleiknitímum og að það standi í u.þ.b. tíu vikur. Ef einhverjar spurningar vakna hjá ykkur, er velkomið að hafa samband við umsjónarkennara. Bestu kveðjur, _______________________________________ _______________________________________ Sjá bls. 21

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=