Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna
9 (Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011 – greinasvið 2013, 2013). Hæfniviðmiðin sem unnið er með í kennsluefninu og tengjast flokkunum þremur eru eftirfarandi: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kær- leika, mannhelgi, félagslegu réttlæti, umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi, • fylgt ferli orsaka og afleiðinga af gerðum manna og bent á leiðir til úrbóta, • rætt viðfangsefni sem snerta lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs. REYNSLUHEIMUR Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfs- mynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu, • lýst með dæmum gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildis- mats fyrir eigin sjálfsvitund, • gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum, • lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á, áhrifum þeirra á hugsun og hegðun, • tileinkað sér heilbrigða og holla lífshætti, • metið jákvæð og neikvæð áhrif ýmissa áreita í umhverfinu á líf hans og tekið gagnrýna afstöðu til þeirra, • sett sér markmið og gert áætlanir við fjölbreytt viðfangsefni. HUGARHEIMUR Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu, • metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordómalausan hátt, • sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra, • rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra, • sýnt samferðafólki sínu tillitssemi og umhyggju. FÉLAGSHEIMUR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=