Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 13 89 MAT Á GEÐORÐIN 10 – LAGT Í VÖRÐUNA Til að meta árangur kennsluefnisins er gott að leggja fyrir spurninga- lista áður en kennsluferlið hefst (Fylgirit 7) og svo í lok þess (Fylgirit 8). Spurningalistinn getur gefið mynd af þekkingu nemenda fyrir og eftir innlögn kennsluefnisins. ÁVINNINGUR Forvarnir eru mikilvægar og samfélagslegur ávinningur af kennsluefni sem þessu gæti verið umtalsverður. Þegar litið er til þess að nemendur eiga mörg lífár fram undan er líkamleg og andlega heilsa þeirra mjög mikilvæg, einnig í efnahagslegu tilliti. Með efninu má stuðla að and- legri vellíðan, sem leiðir af sér heilbrigðari einstaklinga þegar litið er til framtíðar. Mat hefur verið lagt á árangur af notkun kennsluefnisins Geð- orðin 10 – Lagt í vörðuna og virðist vellíðan nemenda hafa aukist eftir að þeir hafa fengist við efnið. Nemendur virðast skilja líðan sína og ann- arra betur og geta gert greinarmun á því hvort þeim líður vel eða illa, ásamt því að skilja tilfinningar sínar og annarra betur. Nemendur læra að notfæra sér geðræktarkassann í réttum tilgangi og skilja notkunar- gildi hans. Geðorðin 10 og geðræktarkassinn hafa sannað gildi sitt sem áhrifarík leið í átt að betri líðan (Fríða Björnsdóttir og Guðrún Þórðar- dóttir, 2008). Dagbókin höfðar til nemenda og hvetur til skrifa sem stuðla að aukinni vellíðan. Slík skrif hjálpa einstaklingnum að vinna sig út úr vanlíðan yfir í vellíðan. Það hefur sýnt sig að það er ekki innihald bókarinnar í sjálfu sér sem er aðalatriðið, heldur það að hún stuðlar að jákvæðu atferli og er uppbyggjandi þegar glímt er við vanlíðan. Reynsla af verkefninu hefur leitt í ljós að áhugi og viðhorf foreldra til þess er mjög jákvætt, sem skiptir miklu máli í vinnuferlinu þar sem þeir eru stór áhrifaþáttur í lífi barna sinna. Einstaklingar eru mismunandi og því brýnt að taka mið af fjölbreytileika þeirra. Hver einstaklingur býr yfir eiginleikum til að þróa með sér sína eigin leið út úr vanlíðan og ber að hlúa að slíkum eiginleikum. Það er einlæg ósk okkar höfunda að sem flestir nemendur fái tækifæri til að leggja stein í vörðu sína og byggja upp grunn að góðu lífi í nútíð og framtíð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=