Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 12 83 AÐ HAFA MARKMIÐ Í LÍFINU HJÁLPAR EINSTAKLINGNUM. • Kennari stýrir umræðu um markmið. Að finnast lífið hafa tilgang stuðlar að góðri geðheilsu. Að ná markmiði sínu hvetur, styrkir og eykur vellíðan. Smærri markmið geta oft skilað skjótum árangri. Sjálfstraustið eflist við hvert markmið sem næst og vellíðan eykst. • Nemendur setja sér 3-5 langtímamarkmið og 3-5 skammtímamarkmið og skrifa í geðræktarbókina sína. Nemendur eru hvattir til að fara reglulega yfir markmiðin sín og skoða árangur. ALLIR EIGA SÉR DRAUMA OG LANGAR AÐ SJÁ ÞÁ RÆTAST. • Að setja sér markmið, vinna að þeim og hafa trú á því að maður nái þeim getur haft áhrif á það hvort draumar rætast. Það má skipta um draum og setja sér ný markmið. • Til eru draumar sem rætast. • Hvar sjá nemendur sig eftir 20 ár? Hvað eru þeir að gera og hvar búa þeir? Nemendur skrifa framtíðarsýn sína í geðræktarbókina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=