Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 12 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna, leikur eða uppbrot. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Blað eða bók, skriffæri, litir og tafla/flettitafla. Efni fyrir leiki eða uppbrot. HEIMAVINNA Koma með hluti í geðræktarkassann. Hugsa um drauma sína og skrifa í dagbók. 82 KENNSLUSTUNDIN: Í þessari kennslustund er markmiðið að ræða um og vinna með geðorð 10 sem er Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast. Umræðupunktar Markmiðssetning • Markmið er eitthvað sem keppt er að og hefur tilgang, markmið getur verið til skamms eða langs tíma. Markmið þurfa að vera skýr, mælanleg og það þarf að vera ljóst hvenær markmiðinu er náð. Það er í lagi að breyta markmiðum sínum og þegar þeim er náð þarf að setja sér ný markmið til að staðna ekki. • Hægt er að setja markmið upp samkvæmt SMART-reglunni GEÐORÐ 10 – SETTU ÞÉR MARKMIÐ OG LÁTTU DRAUMA ÞÍNA RÆTAST S M A R T Skýrt – mikilvægt, læsilegt og skiljanlegt Mæ lanlegt – hvenær markmiðinu er náð Aðgerðamiðað – framkvæmanlegt Raunhæ ft – það má ekki taka of langan tíma að ná því Tímasett – setja lokatíma á markmiðin (Mind Tools. á.á.)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=