Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna
8 Gera þarf greinarmun á einlægri þátttöku og málamyndaþátttöku nem- enda í náminu. Einungis einlæg þátttaka skilur eftir þekkingu hjá nem- endum og eykur hæfni þeirra til að nýta sér lærdóminn í framtíðinni. Við málamyndaþátttöku er fyrir fram búið að safna upplýsingum um hugtök sem nemendur læra en við einlæga þátttöku er lögð áhersla á að hug- myndirnar komi frá nemendum. Þegar nemendur eru þátttakendur í eigin námi er kennari í hlutverki ráðgjafa og hluti af hópnum. Hann styður og hvetur hópinn og skapar góðar og uppbyggilegar samræður. (Jensen og Simovska, 2005.) SAMFÉLAGSGREINAR - LÍFSLEIKNI Áhrifamáttur verkefna innan skólakerfisins getur verið mikill og stuðlað að bættri líðan nemenda síðar á ævinni. Grunnskólar geta því lagt lóð á vogarskálar í þeirri viðleitni að stuðla að geðheilbrigði. Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna , býður upp á marga möguleika og tengist vel því sem fram kemur í lögum um grunnskóla sem og aðalnámskrá grunnskóla. Í grunnskólalögum kemur m.a. fram að grunnskólinn skuli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins. (Lög um grunn- skóla, nr. 91/2008, 1. kafli, 2. grein). Jafnframt að í starfi skólans skuli leggja áherslu á að efla sjálfsvitund og félagsvitund nemenda, stuðla að líkam- legri og andlegri velferð þeirra og heilbrigðum lífsháttum. Í starfi skólans skal einnig leggja áherslu á ábyrga hæfni nemenda til að skilja orsakasam- hengi og draga rökréttar ályktanir. Námið skal nýtast nemendum í daglegu lífi, frekara námi og starfi (lög um grunnskóla nr. 91/2008, 7. kafli, 24. grein). Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla 2013 flokkast hæfniviðmið í sam- félagsgreinum, og þar af leiðandi í lífsleikni, í þrjá flokka: reynsluheim, hugarheim og félagsheim. Efnisþættir í þessum þrem flokkum, sem tengjast geðræktarverkefninu Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna , eru gildismat, sjálfsvitund, persónumótun, siðgæðisvitund, heilbrigði og velferð, sam- hygð, lífsviðhorf, tilfinninganæmi, ígrundun eða inngrip, orsakasamhengi og gagnrýnin hugsun. Auk þess er komið inn á siðferði, túlkun, fyrirmyndir, lýðræði og mannlíf í umræðum um geðorðin.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=