Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 11 79 LEIKIR SPOTTAKYNNING Markmið : Sjálfskoðun og hópefli. Gögn : Mislangt garn eða annar spotti (frá 10 cm upp í 100 cm). Framkvæmd : Nemendur velja sér einn spotta hver en spottarnir eru hafðir mislangir. Nemendur geta einnig valið um lengd á spotta. Gott er að viðhalda forvitni nemenda með því að segja þeim ekki strax til hvers spottinn er. Hann er eins konar tímaglas. Nemendur eiga að snúa spott- anum löturhægt um vísifingur sér á meðan þeir kynna sig og þurfa að tala þangað til spottinn er búinn! Þeir sem eru með stysta spottann geta sloppið með að segja bara nafn sitt og aldur, á meðan þeir með lengsta spottann geta þurft að þylja upp hálfa ævisöguna! Heimild: Leikjavefurinn, á.á. HVER ER ÉG? Markmið : Að efla rökræna hugsun og eftirtekt, að örva skynjun, minni og hugmyndaflug. Gögn : Blöð og skriffæri. Framkvæmd : Hver nemandi fær blaðrenning og lýsir sér í þremur setningum. Setningarnar gætu verið lýsandi fyrir hæfileika, eiginleika, færni og útlit. Blöðunum er víxlað og kennarinn eða nemendur lesa setningarnar upp. Bekkurinn reynir að uppgötva við hvern lýsingin á. Heimild: Leikjavefurinn, á.á. (Staðfærður leikur) UPPBROT SKRIFA UM HÆFILEIKA SÍNA Nemendur skrifa í dagbókina í geðræktarkassanum um eitthvert afrek sem þeim hefur tekist að vinna (getur verið hvað sem er, eins og að baka eða elda sjálf(ur)). Getur verið heimavinna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=