Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 11 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna, leikur eða uppbrot. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Blað eða bók, skriffæri, litir og tafla/flettitafla. Efni fyrir leiki eða uppbrot. HEIMAVINNA Hugsa um tíunda geðorðið Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast . • Skrifa um hæfileika sína í dagbók. 76 KENNSLUSTUNDIN: Í þessari kennslustund er markmiðið að ræða um og vinna með geðorð 9 sem er Finndu og ræktaðu hæfileika þína. Umræðupunktar Allir hafa einhverja hæfileika. • Allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu. Hæfileikar geta verið mismunandi og á mörgum sviðum. Kennari ræðir hvað hæfi- leiki er og hvetur nemendur til að hugsa um sína hæfileika. • Hvað er hæfileiki? Er það t.d. að vera góður í fótbolta, stærðfræði, að hlusta, í samskiptum, að baka? • Hvað er hægt að gera til að rækta hæfileika sína? BETRI ÁRANGUR NÆST EF ÁHUGI ER TIL STAÐAR. • Hæfileikar geta sprottið upp frá áhuga. Hæfileikarnir njóta sín enn betur ef áhugi fylgir því sem verið er að gera. Hvar liggur áhugasvið nemenda? • Nemendur gera áhugasviðskönnun inni á MMS.is https://www1.mms.is/stefnan_sett/ahugakonnun.php RÆKTA ÞARF HÆFILEIKA SÍNA, HAFA TRÚ Á ÞEIM OG NÝTA Í LEIK OG STARFI. • Það er gott að finna það, að vera góður í einhverju og að geta gert eitthvað sem gefur aukið sjálfstraust. Að þekkja hæfileika sína eflir sjálfsmynd og veitir öryggi. Veikleiki getur orðið styrkleiki síðar á ævinni. • Að þekkja hæfileika sína eykur einnig vellíðan og velgengni í lífinu og gefur meira sjálfstraust. Allir þurfa hvatningu og stuðning við að finna hæfileika sinn. Stundum uppgötvast hæfileikinn ekki fyrr en síðar á ævinni og jafnvel ekki fyrr en einhver annar hefur bent á hann. • Nemendur skrifa í geðræktarbókina hvað eru hæfileikar. GEÐORÐ 9 – FINNDU OG RÆKTAÐU HÆFILEIKA ÞÍNA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=