Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 10 73 LEIKIR MENNSKUR HNÚTUR Markmið : Efla rökhugsun og styrkja hópinn. Gögn : Engin. Framkvæmd : Nemendur sem geta verið tíu til fimmtán standa mjög þétt saman í hóp. Þeim er síðan sagt að rétta út hendurnar og finna hönd til að halda í. Enginn má þó leiða nemanda sem er næst við hliðina eða sama nemanda með báðum höndum. Þegar allir hafa gert þetta er kominn mennskur hnútur og eiga nemendur nú að vinna saman að því að leysa úr flækjunni og mynda hring án þess að sleppa takinu á þeim sem þeir leiða. Leikurinn verður erfiðari eftir því sem fleiri taka þátt. Heimild: Leikjavefurinn, á.á.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=