Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 10 HLUTI AF ÞVÍ AÐ GANGA VEL ER AÐ GERA MISTÖK. • Hvað þýðir það að ganga vel og hvað þýðir það að ganga illa? Vel- gengni í lífinu næst með því að taka á mótlætinu og læra af því. Þolinmæði þrautir vinnur allar. • Betra er að taka lítil skref í einu, þá er líklegra að við náum settu marki. Velgengni í lífinu er afrakstur mikillar vinnu. Dæmi um þetta eru lítil börn sem eru að læra að ganga. Það tekur langan tíma og þau detta oft. Fleiri dæmi eru listskautar, fimleikar, saxafónleikur, kúluvarp, hástökk o.fl. Ekki gefast upp þótt á móti blási, mikilvægt er að halda áfram. Æfingin skapar meistarann. FLEIRI UMRÆÐUPUNKTAR Ræðið við nemendur um eftirfarandi orðatiltæki. Hvað merkja þau í þeirra huga? Nemendur geta valið sér eina setningu og unnið með á fjölbreyttan hátt. • Góðir hlutir gerast hægt. • Allir eiga skilið að búa við velgengni og vellíðan. • Það tekur tíma að öðlast velgengni. • Að hafa fyrir því að eignast eitthvað gefur því oft meira gildi. • Hver og einn hefur mikið um eigin heilsu og líðan að segja. • Velgengni í lífinu næst með því að takast á við vandamálin. • Stundum er eitt skref tekið fram á við og tvö aftur á bak. • Að treysta á sjálfan sig og missa ekki þolinmæðina. • Erfiðleikar og mótlæti geta aukið þroska. DÆMI UM SETNINGAR Í GEÐORÐABÓK • Ræktaðu garðinn þinn. • Gefstu ekki upp. • Settu þér ný markmið. • Haltu áfram. • Taktu eitt skref í einu. • Vertu þú sjálf(ur). • Nýttu orku þína. • Æfingin skapar meistarann. • Vertu tilbúin(n) og opin(n) fyrir nýjum möguleikum. • Vertu jákvæð(ur). • Ræktaðu hæfileika þína. • Vertu þrautseig(ur). • Þú getur það sem þú vilt. • Gæs 72 o G – get o Æ – ætla o S – skal

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=