Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 10 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna, leikur eða uppbrot. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Blað eða bók, skriffæri, litir og tafla/flettitafla. Efni fyrir leiki eða uppbrot. HEIMAVINNA Hugsa um níunda geð- orðið Finndu og ræktaðu hæfileika þína. 70 KENNSLUSTUNDIN: Í þessari kennslustund er markmiðið að ræða um og vinna með geðorð 8 sem er Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup. Umræðupunktar Gott er að setja sér markmið, langtíma og skammtíma, og finna leiðir að þeim. • Kennari fer yfir markmiðssetningu. Hvernig markmið væri hægt að setja sér og hvaða leiðir væri hægt að fara til að ná þeim. Markmiðin þurfa ekki að vera stór. • Kennari hvetur nemendur til að setja sér markmið og skrifa það í litlu geðræktarbókina sem á að fara í geðræktarkassann. AÐ BYGGJA SIG UPP OG STYRKJA LÍKAMLEGA, ANDLEGA OG FÉLAGSLEGA HEILSU GEFUR VEL- GENGNI Í LÍFINU. • Hægt er að auðga líf sitt til frambúðar með því að taka ábyrgð á andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu og rækta hana. Kennarinn fer yfir hvernig hægt er að byggja þessa þætti upp og nemendur setja sér markmið í öllum þáttum og skrifa í geðræktarbókina sína. Dæmi um líkamlega heilsu er að stunda reglulega hreyfingu eða íþróttir. Félagslega heilsu er hægt að rækta með góðum vinskap og taka þátt í félagslífi. Andlegri heilsu er hægt að hlúa að með góðum svefni, hugarró eins og fæst með því að stunda núvitund, að njóta augnabliksins í stað þess að rjúka úr einu í annað. Vera jákvæður, finna styrkleika sína, rækta hæfileika sína og hlúa að sínum nánustu. AÐ HAFA FYRIR ÞVÍ AÐ EIGNAST EITTHVAÐ GEFUR ÞVÍ OFT MEIRA GILDI EN ELLA. • Nemendur velta því fyrir sér hvað þá langar að eignast og hvernig þeir geta leitað leiða til að eignast það, til dæmis með því að safna sér fyrir því. Oft verður meiri gleði og vellíðan yfir því að eignast eitt- hvað, sé haft fyrir því. GEÐORÐ 8 – GEFSTU EKKI UPP, VELGENGNI Í LÍFINU ER LANGHLAUP

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=