Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

Geðheilsa nemenda er óumdeilanlegur hluti af lýðheilsumálum samtímans Hugmyndin að kennsluefninu Geðorðin 10 – Lagt í vörðuna spratt út frá kynningu á verkefninu „Geðrækt“ á vegum Lýðheilsustöðvar (nú Em­ bætti landlæknis) þar sem fjallað var um geðræktarkassann og söguna um móðurina sem þurfti að láta frá sér börn sín. Hún útbjó minningakassa fyrir hvert þeirra að skilnaði, sem skipti sköpum fyrir þau seinna meir. Með þessa áhrifaríku og gefandi sögu að leiðarljósi vildu höfundar þessa efnis leitast við að miðla þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki umræðunni um geðrækt, geðræktarkassann og geðorðunum 10 til ungra nemenda. Hugmyndin er auk þess að bjóða nemendum jákvætt og uppbyggjandi námsefni. Að kenna þeim leiðir til að takast á við neikvæðar hugsanir og neikvætt ástand en ekki síst að kenna þeim jákvæðar hugsanir og jákvæðar leiðir út úr vanlíðan. Við það að losna við neikvæðar hugsanir vakna já- kvæðar hugsanir ekki sjálfkrafa og því er gott að þjálfa jákvætt hugarfar. (Diener, Lucas og Oishi, 2005). Til að stuðla að árangursríkri og viðvarandi heilsueflingu þarf einstakl­ ingurinn sjálfur að hafa áhrif og vera virkur þátttakandi í ferlinu en ekki ein- göngu þiggjandi. Sömu lögmál gilda um hópa og samfélög (WHO, 2020a). Færa má rök fyrir því að virk þátttaka nemenda í verkefnum skili árangri. Nemendur þurfa að fá að upplifa verkefnið svo árangur náist, byggja þarf á reynsluheimi þeirra, frelsi og lýðræði (Jensen og Simovska, 2005). Sam- kvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2020) er hugtakið heilsa skýrt út frá persónulegum viðmiðum einstaklingsins um heilsu og því nauðsynlegt að einstaklingurinn taki þátt í heilsueflingu á eigin forsendum. Auk þess eru það mannréttindi hvers einstaklings að fá að stjórna og hafa áhrif á heilsu sína (WHO, 2020a). Er þetta í samræmi við vitsmunakenningu Bandura þar sem áherslan er lögð á trú þátttak- enda á eigin hæfileikum til að breyta hegðun sinni og öðlast sjálfstraust (Baranowski, Perry og Parcel, 2002; Woolfolk, 2007). HUGMYNDAFRÆÐI 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=