Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 9 69 GÆÐASTUNDIR HEIMA JÁKVÆÐ SKILABOÐ Fjölskyldan skrifar jákvæðar og hvetjandi athugasemdir um fjölskyldu- meðlimi og skilur eftir á ýmsum stöðum á heimilinu. HRÓSA HVER ÖÐRUM Fjölskyldumeðlimir hrósa hver öðrum markvisst af og til. Hægt er að skrifa hrós á litla miða og skilja eftir þar sem viðkomandi finnur hann. HVETJA HVERT ANNAÐ Hvetja fjölskyldumeðlimi t.d. í stórfjölskyldunni til að takast á við nýja hluti, eins og að aðstoða afa, ömmu eða einhvern á svipuðum aldri að læra á tölvu. SPOR ANNARRA Fjölskyldumeðlimir ræða saman um daglegt líf og reyna að setja sig hver í spor annars. Fjölskyldan horfir saman á kvikmynd og ræðir hvaða tilfinningar hún upplifði meðan á sýningu myndarinnar stóð. ÞAKKLÆTI Fjölskyldan endar hvern dag á því að hver og einn nefnir þrjá hluti sem hann er þakklátur fyrir. BESTA HLIÐIN MÍN • Hver og einn skrifar um eða segir frá sinni bestu hlið, þ.e. góðum kostum og eiginleikum sínum. Einnig mætti segja frá góðverki. Fjöl- skyldan gæti tekið upp lítið myndband. Hvatning Takk Ég er frábæ r Hrós Jákvæ ðni Setja sig í spor

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=