Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 9 LEIKIR KEÐJULEIKUR Markmið : Að auka samkennd og efla hópkennd. Hópstyrking. Gögn : Engin. Framkvæmd : Kennarinn hugsar sér eitthvert einkenni eða eiginleika og kallar það upphátt yfir hópinn. Nemendur ganga um stofuna og finna aðra nemendur sem hafa sömu eiginleika eða hafa sama ein- kenni. Dæmi um það sem kennarinn getur kallað: Uppáhaldsmatur, -dýr, -litur, -föt, -gæludýr, -áhugamál og -námsgrein. Nemendur ganga um og nefna upphátt uppáhaldsmatinn sinn og krækja saman höndum við þá sem eiga sama uppáhaldsmat. Síðan kallar kennarinn upp annað einkenni, þá slitna keðjurnar og nýjar myndast. Heimild: Leikjavefurinn, á.á. (Staðfærður leikur) BAUNAPOKI Á HÖFÐI Markmið : Að þjálfa jafnvægi og samhæfingu og efla samvinnu. Hópefli. Gögn : Baunapokar eða litlar hringlaga gúmmímottur. Framkvæmd : Einn er stjórnandi. Nemendur fá allir baunapoka á höfuðið eða litlar hringlaga gúmmímottur og eiga að elta og herma eftir stjórnanda sem stjórnar ferðinni og hraðanum. Ef einhver missir baunapokann/mottuna af höfðinu er hann frosinn. Annar nemandi verður þá að taka upp pokann/mottuna og setja hann aftur á höfuðið á þeim sem missti hann án þess að missa sinn eigin poka/mottu. Hægt er að nota alls kyns hreyfingar, fara yfir hindranir, hreyfa sig eftir tónlist og leyfa nemendunum sjálfum að vera stjórnendur. Heimild: Leikjavefurinn, á.á. (Staðfærður leikur) 67

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=