Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 9 AÐFERÐ Innlögn, verkefnavinna, leikur eða uppbrot. UNDIRBÚNINGUR OG EFNI Blað eða bók, skriffæri, litir, tafla/flettitafla. Efni fyrir leiki eða uppbrot. HEIMAVINNA Hugsa um áttunda geðorðið Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup. KENNSLUSTUNDIN: Í þessari kennslustund er markmiðið að ræða um og vinna með geðorð 7 sem er Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig. Umræðupunktar Við þurfum að kunna að hrósa og hvetja. • Bekkurinn gerir saman hugmyndabanka um það hvernig hægt er að hrósa. Ræða um fyrir hvað á að hrósa. Hægt er að hrósa fyrir meira en það að vera góður í einhverju. Það er líka hægt að hrósa fyrir persónuleika og framkomu. HVATNING OG HRÓS HEFUR GÓÐ ÁHRIF. • Hrós er hvetjandi. Kennari ræðir það hvernig hvatning og hrós hefur áhrif á einstaklinga. Hvernig líður nemendum eftir að hafa fengið hrós. • Góð æfing í að hrósa er að allir sitja í hring og svo er farinn allur hringurinn þar sem hrósa á þeim sem situr við hægri hönd. AÐ SETJA SIG Í SPOR ANNARRA. • Kennari ræðir það hvernig er hægt að setja sig í spor annarra og hvenær ætti að gera það. • Klípusaga. Kennarinn útbýr klípusögu um einhverja samskiptaklípu sem hefur nýlega komið upp. Hvernig á að leysa hana og hvaða tilfinningar vakna? Hægt er að skipta hópnum í tvennt (eða meira) og hver hluti hans veltir fyrir sér aðstæðum og leiðum út úr þeim ásamt því að skoða hvaða tilfinningar koma upp. Hver hluti kynnir síðan sína lausn fyrir hinum. Svo skipta þeir um hlutverk og hver setur sig í spor annars. Eftir því sem hóphlutarnir verða fleiri verða lausnirnar jafnframt fleiri. GEÐORÐ 7 – REYNDU AÐ SKILJA OG HVETJA AÐRA Í KRINGUM ÞIG 64

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=