Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 8 63 UPPBROT AÐ TJÁ TILFINNINGAR SÍNAR Nemendur tjá tilfinningar sínar með því að skrifa í dagbókina. Getur verið heimavinna. GÆÐASTUNDIR HEIMA TJÁ TILFINNINGAR SÍNAR Fjölskyldan ræðir um tilfinningar sínar. VIRK HLUSTUN Fjölskyldan gefur hverjum og einum tækifæri til að tjá sig um tilfinn- ingar og hlustar af athygli á viðkomandi, með líkamstjáningu og augn- sambandi. HVAÐ GEFUR LÍFINU GILDI? Fjölskyldan ræðir um hluti sem skipta máli í lífinu og hvaða hlutir skipta engu eða litlu máli. Að fjölskyldan verði meðvituð um hvað það er sem veitir hamingju og lífsfyllingu. MÁLIN LEYST Ef ágreiningur er um sameiginleg viðfangsefni fjölskyldunnar þá er hægt að draga um hvað verður fyrir valinu í hvert skipti, eða sá yngsti velur fyrst og svo koll af kolli. TEKIÐ Á ÓÞÆGILEGUM HUGSUNUM Þegar óþægilegar hugsanir leita á hugann, er gott að skrifa þær niður og vinna úr þeim með fjölskyldunni. Hugsanir koma og fara og ef óþægi- legar hugsanir staldra lengi við er gott að ræða um þær við einhvern. Tilfinningar Gildi Hlustun Leysa mál Óþæ gilegar hugsanir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=