Geðorðin 10 - Lagt í vörðuna

KENNSLUSTUND 8 62 LEIKIR FLÆKJULEIKURINN Markmið : Auka einbeitingu, athygli, hlustun og eftirtekt. Hópefli. Gögn : Tveir bandhnyklar í ljósum og dökkum lit. Framkvæmd : Þátttakendur dreifa sér um skólastofuna. Sá sem hefur leikinn heldur á bandhnykli í ljósum lit. Hann segir bekknum frá því sem hann óskar sér í framtíðinni, heldur í endann og hendir síðan hnyklinum til einhvers annars nemanda. Sá gerir það sama, þ.e. segir bekknum frá framtíðaróskum sínum, heldur í bandið og hendir hnyklinum áfram. Þannig gengur þetta koll af kolli þangað til allir nemendur hafa sagt frá og í lokin hefur myndast mikil flækja af bandi um alla skólastofuna. Þá taka stjórnendur leiksins (kennarinn) bandhnykil í dökkum lit og segja frá sínum framtíðaróskum sem eru einfaldar eins og góð heilsa, hamingja og vellíðan. Þá standa eftir 2–3 bandlínur milli þeirra sem eru lýsandi fyrir einfaldleika. ÞOLINMÆÐI ÞRAUTIR VINNUR ALLAR Markmið : Að kitla hláturtaugarnar, auka þolinmæði og þjálfa fínhreyfingar. Gögn : Kínverskir matprjónar, ísmolar, sykurmolar, makkarónur, skrúfur, hrísgrjón eða annað tiltækt smádót. Framkvæmd : Smádótið er sett í skál eða glas og hver nemandi fær eitt par af prjónum. Nemendur eiga að reyna að veiða sem flesta hluti á þremur til fimm mínútum. Sá sem veiðir flesta hluti vinnur. Tilvalið er að skipta bekknum í hópa. Heimild: Leikjavefurinn, á.á.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=